Framsókn

Fyrsti vetrarsnjórinn fallinn á Akureyri

Fyrsti vetrarsnjórinn fallinn á Akureyri

Fyrsti snjór vetrarins er fallinn á Akureyri. Í morgun, þriðjudag, byrjaði að kyngja niður snjó á Akureyri og er jörðin nú orðin hvít.

Í sumar var hvert hitametið slegið á fætur öðru en skjótt skipast veður í lofti og nú virðist veturinn vera kominn. Hitinn hefur verið við frostmark í dag og slydda. Spáð er hækkandi hita fram að helgi og líklegt að snjórinn hverfi eftir daginn. Á laugardaginn, 25. september, þegar kosið verður til Alþingis er hins vegar aftur spáð snjókomu, slyddu og rigningu.

VG

UMMÆLI

Sambíó