Framsókn

Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri

Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri

Þriðjudaginn 27. september kl. 17-17.40 mun grafíski hönnuðurinn Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir flytja fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni Túlkun og teikning. Sem fyrr er enginn aðgangseyrir á fyrirlestrana. 

Í fyrirlestrinum gefur hún innsýn í vinnu og hugarheim grafísks hönnuðar og skoðar hvað þarf að hafa í huga þegar unnið er að firmamerki. Einnig mun hún sýna dæmi um notkun sína á teikningum í hönnunarverkefnum. 

Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík og síðar sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2014. Hún er starfandi grafískur hönnuður og rekur hönnunarstofuna cave canem ásamt eiginmanni sínum Finni Dúa Sigurðssyni, sem einnig er grafískur hönnuður. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Menntaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Jenný Lára Arnórsdóttir, leikstjóri, Kenny Nguyen, myndlistarmaður, Eyþór Ingi Jónsson, organisti, Tetsuya Hori, tónskáld, Rebekka Kühnis, myndlistarkona, og Kristinn G. Jóhannsson og Brynhildur Kristinsdóttir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó