NTC

Fyrsti sumardagur í Sigurhæðum á Akureyri

Fyrsti sumardagur í Sigurhæðum á Akureyri

Klukkan 13 á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 25. apríl nk mæta Egill Logi og Þorbjörg og kynna eigin verk í Pastel ritröð. Verkin komu fersk úr Prentsmiðjunni á Akureyri nú á dögunum og eru númer 36 og 37 í verkaröð Pastel.

Egill Logi aka Drengurinn fengurinn er tónlistar- og myndlistarmaður. Hann starfar á Akureyri og er hluti af listhópnum Kaktus. Pastelverkið hans heitir Hohner mér vel.
Þorbjörg Þóroddsdóttir er 19 ára ungskáld frá Akureyri. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri í fyrra, stundaði nám við lýðháskóla á Jótlandi í haust og vinnur nú á leikskóla. Hún hefur unnið til þrennra verðlauna í ritlistasamkeppni Ungskálda. Hennar verk í Pastel ber titilinn Vögguvísuatómapar.

Hægt er að sjá meira um Pastel ritröð á www.pastel.is.

Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum opnar þó formlega í maí. Þessar vikurnar er unnið á fullu að undirbúningi og er gestum og gangandi því líka boðið í heimsókn í vinnuferlið núna á sumardaginn fyrsta. Það verður jafnvel hægt að kíkja inn á vinnustofur á annarri hæð þar sem listamenn, hönnuðir og hugmyndasmiðir vinna dags daglega. Þennan dag er húsið opið klukkan 11 – 17 og að venju enginn aðgangseyrir.Dagskráin er hluti af Eyfirska safnadeginum og eru fleiri sýningar, setur og söfn í Eyjafirði opin almenningi að kostnaðarlausu þennan dag. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó