A! Gjörningahátíð

Fyrsti sigur Magna í Inkasso-deildinni

Mynd tekin í leik Magna og Tindastóls.

Magni og Víkingur Ólafsvík mættust í eina leik dagsins í Inkasso deild karla en leik Þórs og Njarðvíkur var frestað til mánudags. Þessu er greint frá inn á fotbolti.net.

Staðan í hálfleik var markalaus þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið tækifæri til þess að skora.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað en eftir um klukkutíma leik átti Bjarni Aðalsteinsson aukaspyrnu sem Mancilla varði vel í marki Víkinga. Liðin skiptust á að sækja en hvorugu liðinu tókst þó að brjóta ísinn fyrr en á 90. mínútu.

Bjarni Aðalsteinsson skoraði síðan sigurmark leiksins fyrir Magna og tryggði þeim sinn fyrsta sigur í Inkasso deildinni í sumar.

Magnamenn fá sín fyrstu stig í Inkasso deildinni í sumar en Víkingar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó