NTC

Fyrsti sigur Guðmundar og Geirs í Frakklandi

gudmundur-cession

Guðmundur fékk stærra hlutverk í sókninni og skilaði þrem mörkum

Leikið var í franska handboltanum í kvöld og voru frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson í eldlínunni þegar lið þeirra, Cesson-Rennes, fékk St.Raphael í heimsókn.

Cesson-Rennes var án stiga þegar kom að leiknum í kvöld en leikurinn var jafn og spennandi stærstan hluta leiksins. St.Raphael leiddi með einu marki í leikhléi, 13-14.

Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu mest þriggja marka forystu snemma í síðari hálfleik. Heimamenn gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að koma til baka. Lokatölur 25-22 fyrir Cesson-Rennes og fyrsti sigur liðsins á tímabilinu staðreynd.

Guðmundur Hólmar skoraði þrjú mörk úr sex skotum en Geir komst ekki á blað að þessu sinni.

Sambíó

UMMÆLI