NTC

SA mætir SR á laugardaginn

SA Víkingar gegn Birninum

Það er greinilegt að starfsemi í Skautahöllin á Akureyri er komin aftur á fullt skrið eftir að hún opnaði 18.september en eins og öllum iðkendum og öðrum skautaáhugamönnum er kunnugt er hún búin að vera lokuð síðan 1.mars síðastliðinn vegna framkvæmda.

Næstkomandi laugardag, 24,september, munu SA-Víkingar mæta Skautafélagi Reykjavíkur í fyrsta leik vetrarins. Þetta mun verða fyrsti leikur af fjórum á næstu tveimur vikum og verður virkilega spennandi að sjá hvernig fer, sérstaklega í ljósi þess að strákarnir hafa ekki verið með svell síðan í mars og því lítið um æfingar.
Þeir hafa haldið sig við að æfa af-ís, þ.e. ekki á svelli, síðastliðinn mánuð áður en að þeir komust á svellið fyrir viku síðan.
SA-Víkingar eru núverandi Íslandsmeistarar í Íshokkí en þeir unnu titilinn í febrúar síðastliðnum og er það 19.íslandsmeistaratitillinn sem þeir hafa unnið.
Leikurinn hefst kl.16.30 á laugardaginn og getum við nokkurn veginn fullyrt að það verður gaman að fylgjast með.

Strax á eftir Víkingunum mun yngra kvennalið Skautafélags Akureyrar; SA-Ynjur einnig mæta Skautafélagi Reykjavíkur. Sami æfingaskortur hefur háð Ynjunum líkt og Víkingunum vegna framkvæmda á Skautahöllinni og því hefur lítið verið um æfingar. Sá leikur hefst kl.19.00 og því tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og taka sér einn íshokkí-laugardag.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó