Fyrsti hópurinn frá Zurich lentur á Akureyri

Fyrsti hópurinn frá Zurich lentur á Akureyri

Fyrsti hópurinn á vegum ferðaskrifstofunnar Kontiki kom til Akureyrar í dag frá Zurich. Flugfélagið Edelweiss flýgur fyrir Kontiki í beinu flugi á milli Akureyrar og Zurich. Í tilkynningu Isavia segir að fullkomið vetrarveður hafi verið við komuna á Akureyrarflugvelli í dag.

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki ákvað að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands í febrúar og mars á þessu ári, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring

„Áherslur Kontiki ríma mjög vel við áherslur norðlenskrar ferðaþjónustu um aukna uppbyggingu yfir vetrartímann, sem stuðlar að fjölgun heilsársstarfa í ferðaþjónustu og minni árstíðasveiflu. Fyrirtæki á Norðurlandi fá þarna tækifæri til að stuðla enn frekar að sjálfbærri ferðaþjónustu, sem mun koma öllu samfélaginu til góða,“ sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, þegar hópferðir Kontiki á milli Akureyrar og Zurich voru fyrst kynntar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó