Fyrsti heimaleikur vetrarins hjá KA

Fyrsti heimaleikur vetrarins hjá KA

Fyrsti heimaleikur KA í Olísdeildinni þennan handboltavetur er í dag, fimmtudag, klukkan 19:00 þegar Haukar mæta norður í KA heimilið. „Það er mikil eftirvænting fyrir tímabilinu hjá strákunum okkar og klárt að þetta verður stórskemmtilegur vetur,“ segir í tilkynningu á vef KA.

KA mun bjóða upp á upphitun fyrir stuðningsmenn frá klukkan 18:00. Jón Heiðar og Jón Þór verða með lifandi tónlist á svæðinu og þá verða tilboð á mat og drykk. Halldór Stefán þjálfari KA mun ræða við stuðningsmenn fyrir leik og eftir leik er hægt að hitta á leikmenn liðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó