Fyrsti heimaleikur KA manna í dag

KA leikur sinn fyrsta heimaleik í Pepsi deild karla í sumar þegar liðið tekur á móti ÍBV á Akureyrarvelli í dag, laugardag, klukkan 16:00. Mikil eftirvænting er í loftinu enda búist við miklu af KA liðinu í sumar.

Það má búast við alvöru stemningu á Akureyrarvelli. Hitað verður upp sitthvoru megin við völlinn og því er um að gera að mæta snemma til þess að taka þátt í fjörinu.

Dagskráin fyrir leik er eftirfarandi:

14:30-15:45:
Að sunnan, aðal-megin, verður létt Carnival stemming. Kakó og kleinur gefins, andlitsmálun, KA-varningur til sölu, tónlist og stemming, léttur fótbolti, happadrætti og síðast en ekki síst koma leikmenn meistaraflokks um 75 mínútum fyrir leik og hægt verður að taka myndir af sér (börnunum sínum) með þeim! Fyrir þá sem eru svangir, þá verður Lemon á staðnum með djús og samlokur til sölu!

13:45-15:45
Að norðan verða svo Schiötharar með Njálsbúð opna. Þar verða drykkir á vægu verði ásamt því að boðið verður uppá pizzu og grillkjöt á meðan birgðir endast, og eins má segja að frostpinnar verði í boði fyrir börnin.

Á heimasíðu KA segir:

Fótboltaleikur hjá KA er miklu meira en 90 mínútur. Þetta er viðburður þar sem er gaman að mæta snemma og taka stemminguna, njóta þess sem KA er að bjóða uppá og skemmta sér.

Þetta er eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Hjálpumst að við að gera fótboltaleik á Íslandi meira en bara 90 mínútur með kaffi í stúkunni, gerum þetta að viðburði eins og þeim sem við sækjum erlendis og borgum fúlgur fjár fyrir!!!

Mætum tímanlega á morgun, styðjum við liðið og áfram KA!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó