Framsókn

Fyrsta verklega lokaprófið á Akureyri í matreiðslu

Mikil einbeiting í verklegu prófi. Mynd: vma.is

Mikil einbeiting í verklegu prófi.
Mynd: vma.is

Í gær voru það sjö nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem þeyttu verklegt lokapróf í áfanganum MAT107E. Eins og Kaffið greindi frá fyrr í vetur þá er þetta í fyrsta skipti sem matreiðsla er kennd til fullgildra réttinda á Akureyri en fréttina má sjá hér.

Prófið hófst kl. 10 á fimmtudagsmorgun eftir stifan undirbúning nemenda. Prófið stóð yfir allan daginn og þurftu nemendur að glíma við að elda þriggja rétta máltíð, fjóra diska af hverjum rétti. Þeir þurftu að standast tímamörk þar sem þeir höfðu u.þ.b. einn og hálfan tíma til að töfra fram lax í forrétt, fylltan lambahrygg í aðalrétt og súkkulaði soufflée og ís í eftirrétt. Prófdómarar voru matreiðslumennirnir Haraldur Már Pétursson og Ari Hallgrímsson.

Uppsetning eins nemenda á aðalréttinum. Mynd: vma.is

Uppsetning eins nemenda á aðalréttinum.
Mynd: vma.is

Það verður gaman að fylgjast með náminu áfram í vetur en það er góð þróun að hægt sé að sækja námið hér á Akureyri, enda hefur það vafist fyrir mörgum sem hafa viljað klárað námið að það standi einungis til boða að flytja suður til að ljúka náminu.

VG

UMMÆLI

Sambíó