Fyrsta tap Þór/KA í sumar

Þór/KA er úr leik í Borgunarbikarnum. Mynd: Fótbolti.net – Sævar Geir Sigurjónsson

Þór/KA mætti Stjörnunni í Garðabæ í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Leikurinn endaði með svekkjandi tapi Þór/KA og fyrsta tapi liðsins í sumar.

Þór/KA vann 3-1 sigur á Samsung vellinum í Garðabæ gegn Stjörnunni í Pepsi deildinni fyrir mánuði síðan. Þá komust Stjörnukonur yfir snemma leiks og það sama gerðist í leiknum í kvöld. Kristrún Kristjánsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir aðeins 4 mínútur.

Sandra Mayor sem hefur verið frábær í liði Þór/KA í sumar jafnað metin á 10. mínútu með frábæru marki beint úr aukaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Sandra María Jessen kom svo Þór/KA í 2-1 eftir um það bil hálftímaleik. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Þór/KA

Agla María Albertsdóttir jafnaði metin á 50. mínútu og í lok leiks tryggði Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni sigur. Svekkjandi tap hjá Þór/KAí fjörugum leik.

Þór/KA því úr leik í Borgunarbikarnum þetta árið en Stjarnan fer áfram í undanúrslitin.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó