NTC

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar á morgun

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar á morgun, laugardaginn 5. maí. Áætluð koma er um kl. 10 í fyrramálið og brottför síðan um sex leytið. Skipið nefnist Celebrity Eclipse og er 121.878 brúttólestir, alls eru um 3.000 farþegar um borð og um 1.200 manna áhöfn.

Í sumar koma 133 skemmtiferðaskip til Akureyrar en þau voru 123 sumarið 2017. Mikil aukning er í komu skipa til Grímseyjar í sumar og verða þau 35 en voru 26 síðastliðið sumar. Einnig leggja tvö skip að við Hrísey í sumar.

Næsta skip til Akureyrar er væntanlegt til hafnar þriðjudaginn 15. maí en það er Ocean Diamond, sem er um 8.282 brúttólestir.

Hægt er að skoða yfirlit um komur skemmtiferðaskipa í meðfylgjandi bæklingi á vegum Hafnarsamlags Norðurlands.

Frétt fengin af akureyri.is

Mynd: akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI