Fyrsta rennsli Svölu komið á netið – Myndband

Fyrsta rennsli Svölu komið á netið – Myndband

Í gær voru æfingar hjá öllum keppendum í Eurovison og margir að taka sitt fyrsta rennsli. Myndböndin af rennslunum komu inn á youtube í dag. Svala frumsýndi búninginn í gær sem hún verður í á keppninni sjálfri og hefur fengið svakalega góð viðbrögð frá aðdáendum hennar. Svala stendur sig frábærlega á æfingunni og búningurinn nýtur sín vel á sviðinu í Kænugarði.

Athugasemdir við textann á laginu hafa borist frá einhverjum um hvort að Svala megi yfirhöfuð vera að auglýsa fyrirtækið PayPal í laginu sínu. Fólk er alveg örugglega að gantast með þetta en segja að þau heyri Svölu segja „paaaypaaal“ í viðlaginu.
Aðdáendur Svölu vita þó betur.

Sjáðu myndbandið hér að neðan: 

UMMÆLI