Akureyrardætur er fyrsta konuliðið frá Akureyri sem tekur þátt í Wow Cyclothon og jafnframt eina liðið frá Norðurlandi sem tekur þátt í keppninni í ár. WOW Cyclothon er hjólreiðakeppni á Íslandi þar sem hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland. Keppnin í ár fer fram dagana 26.-30. júní og í ár hjóla allir keppendur til styrktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Keppnin hófst á þriðjudaginn og nú er þreytan farin að segja til sín hjá keppendum sem hafa verið á fullu allan sólahringinn. Hægt er að heita á keppendurnar og styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg hér.
Akureyrardætur er 100% kvennalið og samanstendur af 10 konum á aldrinum 29-50 ára. „Sumar okkar hafa átt götuhjól í nokkur ár en flestar bara í nokkra mánuði. Við höfum æft af kappi í vetur innandyra og draft æfingarnar hafa gengið sjúklega vel svo að liðið er klárt í átökin. Liðið þekktist ekki vel innbyrðis fyrir en er að kynnast og erum við allar sammála um að fara hringinn á gleðinni, sigra sjálfar okkur og skemmta okkur sjúklega vel allann hringinn og í undirbúningi,“ segja Akureyrardætur um undirbúninginn en keppnin hófst á þriðjudaginn og lýkur á laugardaginn.
Þær lýsa liðinu og þeim sjálfum sem harðgerðum norðlenskum pæjum með keppnisskapið í lagi. Þær koma allar úr fjölbreyttum áttum með ólíka menntun en í hópnum er næringarfræðingur, hjúkrunarfræðingur, leikskólakennari, vefstjóri, viðskiptafræðingur, klæðskeri í tölvunarfræðinámi, blikksmiður, einkaþjálfari og íþróttafræðingur.
Hægt er að heita á Akureyrardætur og styrkja gott málefni með því að ýta hér.
UMMÆLI