Fyrsta Íslandsmeistaramótið í haglaskotfimi var haldið um helgina

Íslandsmeistarar helginnar.

Nú um helgina 9-10 júní fór fram Íslandsmeistaramót í Compak Sporting sem er ein tegund af haglaskotfimi. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem mót í þessari grein er haldið og var það Skotfélag Akureyrar sem hafði veg og vanda að því. 37 keppendur mættu til keppni, þar af 3 í kvennaflokki. Skotnar voru 100 dúfur á tveimur dögum, á tveimur völlum. Þetta var jafnframt eitt stærsta haglamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Keppendur voru allsstaðar af að landinu og veður lék við keppendur og gesti alla helgina.

Sigurvegarar og fyrstu Íslandsmeistararnir í Compak Sporting voru Gunnar Gunnarsson og Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, bæði í Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir (SFS) í öðru sæti og Snjólaug M. Jónsdóttir (MAV). Í karlaflokki varð Þórir Guðnason (SIH) annar og Aron Kristinn Jónsson (SIH) varð þriðji.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó