NTC

Fyrsta hlaðvarpsserían hjá HA komin í loftið 

Fyrsta hlaðvarpsserían hjá HA komin í loftið 

Háskólinn á Akureyri hefur aðstöðu til að taka upp myndbönd og hlaðvörp fyrir starfsfólk og stúdenta. Notkun á aðstöðunni er sífellt að aukast og nú hefur fyrsta hlaðvarpsserían litið ljós. Þá er hægt að finna hlaðvörp skólans á rás Háskólans á Akureyri og myndbönd á Youtube rás skólans.

Hlaðvarpið Forysta og samskipti var að hefja göngu sína en umsjónarmaður er Sigurður Ragnarsson lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hann er einnig stjórnenda- og forystuþjálfari með fyrirtækið Forysta og samskipti ehf.

Eins og nafnið gefur til kynna snýst hlaðvarpið um forystu og samskipti en og þar undir falla ótal þættir, eins og farsæl forysta og stjórnun, árangursrík samskipti, teymavinna, samningatækni, lausn ágreinings og vandamála o.fl. Sigurður fær til sín fólk sem er að fást við ólíka hluti og deilir með okkur mismunandi þekkingu og reynslu.

Fyrsti gestur Sigurðar er Sirrý Arnardóttir. Hún er þekkt fyrir ýmis störf, þ.á.m. úr fjölmiðlum en og hún er líka kennari, sérfræðingur og ráðgjafi í öllu sem tengist betri tjáningu. Hún er einnig rithöfundur og nýjasta bókin hennar heitir einmitt Betri tjáning: Örugg framkoma við öll tækifæri. Sirrý segir okkur m.a. frá bókinni og kemur inn á ýmsa aðra þætti er tengjast betri tjáningu og öflugri samskiptum almennt. Sirrý sýnir okkur ofan í ,,verkfærakistuna sína” og ýmislegt er rætt eins og samskipti í rafheimum, að kunna að setja mörk og hvað samskiptafærni snýst raunverulega um.

Hér er hægt að hlusta á hlaðvarpið.

Hér er hægt að horfa á myndband og hlusta. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó