NTC

Fyrsta blokkin risin í MóahverfiLjósmynd: BE Húsbyggingar. Fengin af heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fyrsta blokkin risin í Móahverfi

Fyrsta blokkin er risin í Móahverfinu nýja – Lautarmói 1. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Í Lautarmóa 1-3-5 verða samtals 50 íbúðir með sameiginlegum bílakjallara. Áætluð afhending hússins er árið 2026. Í Móahverfi öllu verða um 1.100 íbúðir sem hýsa munu um 2.400 manns.

Um er að ræða nýtt íbúðahverfi sem nær yfir um 45 hektara lands þar sem er skipulögð byggð með bæði fjölbýli og sérbýli. Deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar 10. maí 2022.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó