Fyrrverandi framkvæmdastjóri Kristnesspítala gagnrýnir vinnubrögð við yfirtöku FSA

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Kristnesspítala gagnrýnir vinnubrögð við yfirtöku FSA

Í nýútkominni bók fer fyrrverandi framkvæmdastjóri Kristnesspítala hörðum orðum um hvernig staðið var að yfirtöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á rekstri spítalans í byrjun árs 1993. Bókin heitir Lífið í Kristnesþorpi – frá uppvexti til blómaskeiðs og tilvistarkreppu og er eftir Brynjar Karl Óttarsson. Bjarni Arthursson var framkvæmdastjóri Kristnesspítala á árunum 1980-1993. Bjarni álítur að yfirtakan hafi haft sína kosti er snúa að starfseminni innan veggja spítalans en er ómyrkur í máli þegar kemur að spítalabyggingunni og starfsmannabústöðunum í kringum spítalann.

Bjarni gagnrýnir ríkið fyrir ómarkviss vinnubrögð við að koma rekstri Kristnesspítala yfir til FSA og eins hvernig FSA tók við húsakostinum í Kristnesi eftir að yfirtakan var afstaðin. Hann telur mikil verðmæti hafa glatast vegna óvandaðra vinnubragða. Enn fremur greinir Bjarni frá skýrslu Rannsóknarnefndar byggingariðnaðarins um frágang utan á spítalanum sjálfum þar sem mat fagmanna hafi verið að efnið væri gallað.

„Seljendur voru búnir að fallast á að endurnýja efnið en það var aldrei gert. Ég er að vísa í endurhæfingarbygginguna, setustofurnar, það allt saman, ytra byrði á því. Þetta var einangrað utan frá og það voru miklir gallar á því. Það var bara mjög illa að þessu staðið.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó