Markmannsþjálfarinn Perry Mclahlan hefur verið ráðinn til starfa hjá knattspyrnuliði Þórs á Akureyri. Perry hefur meðal annars reynslu af því að þjálfa hjá stórliði Chelsea á Englandi.
Perry Mclahlan er 28 ára gamall en hefur þegar um tíu ára reynslu af þjálfun markvarða bæði á Englandi og í Bandaríkjunum. Perry var í þjálfarateymi hjá kvennaliði Chelsea og hefur einnig unnið hjá Crystal Palace og Wolves í Englandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.
Mclahlan verður í þjálfarateymi Gregg Ryder sem tók við þjálfun Þórs í haust, auk þess sem hann mun þjálfa markmenn í yngri flokkum félagsins.
Mynd með frétt: Þórsport/Aron Elvar
Hér er viðtal við Perry af heimasíðu Þórs
UMMÆLI