Í upphafi vikunnar fór fram félagsfundur Þórs þar sem tillögur aðalstjórnar og stýrihóps um framtíðar uppbyggingu svæðisins voru kynntar. Er þetta í annað sinn á fjórum árum sem félagið hyggst ráðast í slíka vinnu. Ekki varð þó mikið úr framtíðarsýninni frá 2018 vegna þeirra framkvæmda sem voru gerðar við Glerárskóla.
Þessi nýja tillaga er að mörgu leiti byggð á grunni þeirrar fyrri nema núna er niðurröðun mannvirkja önnur. Ekki er lagt mat á kostnað framkvæmda og stærðir mannvirkja ekki málsett.
Stýrihópinn skipa Ingi Björnsson, Margrét Silja Þorkelsdóttir, Unnsteinn Jónsson, Reimar Helgason, Jón Stefán Jónsson, Brynja Sigurðardóttir, Árni Óðinsson og Geir Kristinn Aðalsteinsson frá ÍBA. Kollgáta arkitektúr komu einnig að verkinu.
Á heimasíðu Þór kemur fram að líflegar umræður hafi skapast á fundinum um tillögurnar og viðstaddir sammála um að þessar framkvæmdi muni þurfa að eiga sér stað fyrr en síðar. Íþróttasvæðið segja þau löngu sprungið og mögulega eina fjölgreina íþróttafélagið á landinu sem nýtur ekki fullbúins íþróttahúss á eigin félagssvæði.
Hefur aðalstjórn Þórs og stýrihópurinn nú fengið heimild til áframhaldandi vinnu og koma henni áfram til bæjaryfirvalda.
Á heimasíðu Þór er jafnframt bent á „að gert er ráð fyrir því að sett verði gervigras á knattspyrnuvellina sem merktir eru H og E. Einnig minntu fundarmenn á að samkvæmt samningum milli Þórs og Akureyrarbæjar hefði framkvæmdum við þak á stúkuna og flóðlýsingu átt að vera löngu lokið.“ Hér að neðan má sjá þær hugmyndir sem á lofti eru um framtíð svæðisins.
UMMÆLI