Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Kynnt verða drög að grænbók sem er fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum
17. apríl kl. 16:00 Akureyri (Hof)
18. apríl kl. 16:00 Kópavogur (Salurinn)
24. apríl kl. 16:00 Borgarnes (Hjálmaklettur)
25. apríl kl. 16:00 Selfoss (Hótel Selfoss)
26. apríl kl. 10:00 Höfn Hornafirði (Vöruhúsið)
26. apríl kl. 16:00 Egilsstaðir (Hótel Hérað)
27. apríl kl. 12:00 Ísafjörður (Edingborgarhús)
2. maí kl 14:00 Fjarfundur fyrir allt landið í beinu streymi
Dagskrá fundarins í Hofi í dag
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Opnunarávarp.
Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor Emeritus
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun hjá HÍ.
Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi Sjálfbærs Íslands.
Fundarstjóri Sigurður Friðleifsson framkvæmdasjóri Orkuseturs
Auk þess verða erindi frá mismunandi ræðumönnum á hverjum stað.
Umræður
Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni og mun forsætisráðherra taka þátt í umræðuhópunum.
Sjálfbær þróun er lykilviðfangsefni samfélagsins alls mikið í húfi að þjóðir heims taki höndum saman og vinni að sjálfbærni á öllum sviðum. Umhverfis- og loftslagsmálin eru þar efst á blaði og gríðarlega mikilvægt fyrir mannkyn allt að skjótum árangri verði náð til að stöðva hlýnun jarðar og varðveislu mikilvægra vistkerfa. En sjálfbærni þarf einnig að ná til efnahagsmála heimsins og einstakra samfélaga, sem og hinna félagslegu og samfélagslegu þátta.
Vinna við grænbók er nauðsynleg kortlagning sem fram fer samhliða undirbúningi að mótun stefnu um sjálfbæra þróun fyrir Ísland. Slík stefna er lykilatriði þegar kemur að því að stilla saman strengi innanlands til að ná settum markmiðum, skilgreina ný markmið og aðgerðir í samráði við helstu hagaðila og vinna að því að ná árangri í þágu sjálfbærs velsældarsamfélags. (texti upp úr inngangi óbirtrar grænbókar)
UMMÆLI