NTC

Fundað með fulltrúum sveitarfélaga um framtíð Flugklasans

Fundað með fulltrúum sveitarfélaga um framtíð Flugklasans

Mánudaginn 26. ágúst var haldinn fundur um framtíð Flugklasans Air 66N, með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi. Fundarboð var sent til allra sveitarfélaga á Norðurlandi, en samningar um fjármögnun þeirra til verkefnisins renna út í árslok. Fundurinn var haldinn á Hotel Berjaya á Akureyri.

Á fundinn mættu tólf fulltrúar sveitarfélaga, frá sjö sveitarfélögum, Akureyrarbæ, Þingeyjarsveit, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi og Norðurþingi. Fulltrúar Langanesbyggðar og Dalvíkurbyggðar forfölluðust. Auk þess voru fulltrúar frá SSNE og SSNV viðstaddir fundinn.

Samtalið við sveitarfélögin mun halda áfram, en markmið fundarins var að fá fram sýn sveitarfélaganna á framhald verkefnisins og ræða næstu skref til að vinna að þeirri sýn. Rætt var um betur skilgreinda aðkomu ríkisins að verkefninu, samstarf innan svæðisins sem og samstarf við ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinar sem hafa hag af auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Einnig var rætt um tekjusköpun á svæðinu og lífsgæði íbúa og var mikill samhljómur um mikilvægi þess að halda áfram að byggja upp beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll auk þess að tryggja áframhaldandi vöxt þess sem er komið.

Fréttin birtist á vef Markaðsstofu Norðurlands

Sambíó

UMMÆLI