Fullveldi á hlaðinu í Laufási

Glímt á hlaðinu í Laufási. Mynd: akureyri.is.

Það verður líf og fjör á hlaðinu við Gamla bæinn Laufás í Eyjafirði á laugardaginn frá kl. 14-16 þar sem stigin verða dans- og glímuspor við töfrandi harmonikkutónlist.

Gamla prestsetrið í Laufási er stór og veglegur torfbær frá 19. öld sem er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjón Minjasafnsins á Akureyri. Laufásbærinn og umhverfið býður upp á viðeigandi umgjörð fyrir sýningu á þjóðdönsum og íslenskri glímu. Dansfélagið Vefarinn sýnir þjóðdansa á hlaðinu í glæsilegum þjóðbúningum og sauðskinnsskóm en tónlistina framkallar Harmonikkufélag Eyjafjarðar.

Sýningahópur vaskra karla og kvenna frá Glímusambandi Íslands sýnir íslenska glímu. Gestum gefst kostur á bæði að læra dansspor og réttu handtökin og fótaburð í íslenskri glímu.

Skemmtunin fer fram milli 14 og 16 laugardaginn 30. júní . Sjón er sögu ríkari en þátttaka veitir ómetanlegar minningar, nú eða þekkingu.

Viðburðurinn er hluti af aldarafmæli fullveldis Íslands og hlaut styrk frá afmælisnefndinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó