Fulltrúar Síldarminjasafnsins vöktu athygli í Tékklandi

Fulltrúar Síldarminjasafnsins vöktu athygli í Tékklandi

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði hefur frá árinu 2021 tekið þátt í Evrópusamstarfi um uppbyggingu Bruggsafns Tékkalands (National Museum of Brewing).

Einn liður í verkefninu var þátttaka í íslensk-tékknesku málþingi um varðveislu fornra verkhefða, sem fram fór í bænum Ústí nad Orlicí í síðustu viku.

Þær Anita Elefsen og Edda Björk Jónsdóttir fluttu báðar erindi á málþinginu, annars vegar um þátt Síldarminjasafnsins í varðveislu handverks við trébátasmíði og hins vegar um síldarsöltun, en hvoru tveggja er sinnt með mjög markvissum hætti á safninu.

Mikill áhugi var meðal þátttakenda á ráðstefnunni á starfsemi Síldarminjasafnsins og efnistökum fyrirlestra þeirra Anitu og Eddu. Fjölmiðlafólk á svæðinu sýndi ekki síður áhuga, en bæði sjónvarp og útvarp staðarins sendu fólk sitt til að taka við þær viðtöl.

„Það er Síldarminjasafninu bæði mikilvægt og dýrmætt að taka þátt í samstarfsverkefnum á alþjóðavettvangi og skapa þannig tækifæri til að bæði læra af, og miðla með öðrum,“ segir í tilkynningu.

VG

UMMÆLI

Sambíó