Fulltrúar frá Landsneti og Evrópska fjárfestingarbankanum heimsóttu Ráðhúsið á Akureyri í gær. Hópurinn átti fund með Heimi Erni Árnasyni forseta bæjarstjórnar og Þórgný Dýrfjörð forstöðumanni menningar-, atvinnu- og kynningarmála hjá Akureyrarbæ.
Sjá einnig: Evrópski fjárfestingarbankinn lánar Landsneti fyrir nýrri kynslóð byggðalínu
Heimir og Þórgnýr kynntu starfsemi sveitarfélagsins, sögu þess, þróun, innviði og þjónustu. Jafnframt var rætt um helstu þarfir samfélagsins með tilliti til raforku og hvernig tilkoma Hólasandslínu að austan og Blöndulínu að vestan gjörbreyta stöðu Akureyrar og Eyjafjarðar til hins betra. Rekstaröryggi fyrirtækja eykst til muna og nýjir möguleikar í uppbyggingu og orkuskiptum skapast eins nú þegar má sjá merki um.
Megintilgangur heimsóknar hópsins til Akureyrar var að undirrita samning um 9 milljarða króna lán bankans til Landsnets. Lánið er ætlað til uppbyggingar á nýrri kynslóð byggðalínu á Íslandi sem áðurnefndar línur austan og vestan Akureyrar eru hluti af.
UMMÆLI