NTC

Fullt hús á Vamos þegar Birkir Blær komst áfram í næstu umferð sænska Idolinu

Fullt hús á Vamos þegar Birkir Blær komst áfram í næstu umferð sænska Idolinu

Birkir Blær Óðinsson heldur áfram að heilla sænsku þjóðina í Idol þar í landi. Hann var kosinn áfram í kvöld fyrir flutninginn á laginu Húsavík (My Home Town) úr húsvísku Hollywood myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem hann söng fyrir viku. Í þættinum í kvöld flutti hann lagið A Change Is Gonna Come, sem Sam Cooke gerði frægt á sínum tíma. Spennandi verður að fylgjast með hvort hann komist áfram fyrir þann flutning í næstu viku.

Eftir kvöldið eru 10 keppendur eftir í Idolinu en einn þátttakandi dettur út vikulega og sjá sænskir sjónvarpsáhorfendur um að kjósa þá sem komast áfram.

Dómnefndin var stórhrifin af flutningi Birkis í kvöld eins og áður. „Birkir, þú ert sá eini í hópnum sem getur orðið alþjóðleg stjarna!“ sagði einn dómaranna eftir flutning Birkis á A Change Is Gonna Come.

Vamos sýndi beint frá keppninni fyrir Akureyringa og var fullt hús og mikil stemning yfir keppni kvöldsins eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Gríðarlega skemmtilegt framtak hjá Vamos fyrir Akureyringa að fá að sjá sinn mann.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó