NTC

Fullorðnir lagðir inn á barnadeild á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri vegna plássleysis

Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri

Það er ekki bara á Landsspítalanum sem plássleysi er farið að gera vart við sig, því svo virðist sem samskonar vandamál séu að koma upp á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Lyflækn­inga­deild­in á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri er oft á tíðum yfirfull og þá eru sjúk­ling­ar lagðir inn á skurðdeild eða jafn­vel barna­deild spít­al­ans. Þetta segir Sig­urðar E. Sig­urðsson­ar, fram­kvæmda­stjóra lækn­inga á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri í samtali við mbl.is.

„Það hafa komið tíma­bil í haust þar sem það hef­ur verið þungt og mikið álag á spít­al­an­um, sér­stak­lega á lyflækn­inga- og skurðlækn­inga­deild­inni,“ seg­ir Sig­urður í samtali við mbl.

„Það er ótrú­lega dug­legt að sinna öll­um sem til okk­ar leita og við erum þakk­lát fyr­ir það og veit­um eins góða þjón­ustu og við get­um,“ seg­ir Sig­urður að lokum.

Sambíó

UMMÆLI