Fullorðins fjölbragðasýningin Búkalú verður á Græna hattinum 9. júní, að kvöldi Hvítasunnudags.
Þetta er fyrsta helgi Búkalú-ferðalagsins og með í för verða munúðarfullur mannapi, kabarettkerlingar og fettibretta frá París svo eitthvað sé nefnt. Margrét Maack stendur fyrir ferðalaginu – en undanfarin ár hefur hún sýnt burlesque víða um Evrópu og Bandaríkin og er Búkalú eins konar uppskeruhátíð þessara ferðalaga þar sem hún býður þeim skemmtilegustu sem hún hefur séð í þeysireið um landið.
Sýningin er bönnuð innan 20 ára, og hentar alls ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans. Sýningin er þokkafull og drepfyndin og dýrðarljómi liðinnar tíðar svífur yfir vötnum. Miðaverð í forsölu á graenihatturinn.is er 2900 krónur en það kostar 3900 við hurð.
UMMÆLI