Gæludýr.is

Full taska af Þórstreyjum til Kenýa

Full taska af Þórstreyjum til Kenýa

Oddur Jóhann Brynjólfsson áhugahlaupari og Þórsari er nú við hlaupaæfingar í Kenýa. Á Facebook síðu handboltadeildar Þórs á Akureyri segir að áður en hann lagði af stað í þetta ferðalag hafi hann haft samband við Þórsara og boðist til þess að koma íþróttafatnaði frá félaginu til Kenýa.

„Hafði hann samband við okkur Þórsara bauðst til þess, ef við værum aflögufær af íþróttafatnaði að koma honum í notkun þar sem skortur er gríðarlegur á slíkum fatnaði víðsvegar í Kenýa . Handknattleiksdeild Þórs og Sara Hrönn búningastjóri deildarinnar tóku þessari beiðni fagnandi og sendu Odd með fulla tösku af fatnaði,“ segir á Facebook síðu Þórs.

Oddur kom svo færandi hendi í þorpinu Iten í Kenýa og sendi meðfylgjandi myndir og færði handknattleiksdeild Þórs kærar þakklætis kveðjur frá þorpsbúum Iten.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó