NTC

Frumkvöðlar úr VMA selja fuglahús og poppkornMyndir: vma.is/Íris Ragnarsdóttir

Frumkvöðlar úr VMA selja fuglahús og poppkorn

Nemendur á viðskipta- og hagfræðibraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri fá innsýn í fjölmargt er lýtur að framleiðslu og markaðssetningu á vörum í áfanganum frumkvöðlafræði. Nemendahópar úr áfanganum tóku þátt í  JA Iceland – árlegri vörumessu ungra frumkvöðla í Smáralind í Kópavogi um liðna helgi þar sem þeir kynntu og seldu framleiðsluvörur sínar.

Íris Ragnarsdóttir hefur kennt frumkvöðlafræði í VMA á vorönn og að þessu sinni var nemendum skipt í tvo hópa sem þróuðu og markaðssettu sínar vörur, annars vegar popp með tælenskum kryddum og hins vegar fuglahús úr endurunnu efni. Fab Lab Akureyri lagði nemendum lið við hönnun og samsetningu húsanna.

Um sex hundruð nemendur frá fjórtán framhaldsskólum kynntu um 120 fyrirtæki sín á vörumessunni í Smáralind. Á vef Verkmenntaskólans á Akureyri má finna frekari upplýsingar um verkefnið og fleiri myndir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó