NTC

Frú Ragnheiður á Akureyri óskar eftir sjálboðaliðum

Frú Ragnheiður á Akureyri óskar eftir sjálboðaliðum

Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, óskar nú eftir nýjum og öflugum sjálfboðaliðum á Akureyri. Kallið var sent út á Facebook síðu Frú Ragnheiðar á Akureyri.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta skráð sig á námskeið sem haldið verður í húsakynnum Rauða krossins á Akureyri 9. og 10. október næstkomandi. Á námskeiðinu verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og kynningu á starfsemi Frú Ragnheiðar. 20 ára aldurstakmark verður á námskeiðinu og sjálfboðaliðar skuldbinda sig í að lágmarki 1 ár.

Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðið á heimasíðu Rauða krossins með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI