Frostið fer minnkandi á Norðurlandi

Mynd: hiveminer.com.

Í veðurpistli Veðurstofu Íslands leyndust ágætar fréttir í dag þar sem segir að sunnanáttin fer að fikra sig norður í nótt á Norður- og Austurlandi. Þá verður bjart og kalt í dag en frostið minnkar í nótt. Í kvöld er von á vindi sem dregur strax úr á morgun og eftir hádegi á morgun er útlit fyrir meinlitla suðaustanátt.

,,Úrkoman á morgun verður ýmist skúrir eða él. Það eru engin alvöru hlýindi með sunnanáttinni að þessu sinni og hitinn drífur ekki nægilega yfir frostmarkið til að hægt sé að útiloka að eitthvað af úrkomunni verði á föstu formi á morgun,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó