NTC

From Ukraine with Love – Óperutónleikar á Akureyri

From Ukraine with Love – Óperutónleikar á Akureyri

Úkraínska sópransöngkonan Anastasiia Andrukhiv mun halda tónleika á Akureyri þann 8. september næstkomandi. Anastasiia hefur á undanförnum misserum, vakið mikla lukku á óperu hátíðum í Danmörku og Þýskalandi, bæði til að sýna stuðning við Úkraínu og ýta undir fjölbreytt og metnaðarfullt menningarstarf. 

Um er að ræða sóló óperutónleika, þar sem Anastasiia syngur og við undirleik píanóleikarans, Maryna Malikova og saman finna þær sína fínustu tóna. Malikova kemur einnig frá Úkraínu en hún hefur áður spilað undir hjá Anastasiu. Malikova starfaði m.a. sem undirleikari við National Pedagogical Dragomanova háskólann en hefur að undanförnu starfað sem undirleikari á skemmtiferðaskipum síðan stríðið hófst.

Aríurnar verða sungnar á mismunandi tungumálum og á efnisskránni eru verk úr nokkrum af frægustu óperum samtímans. 

Anastasiia hóf tónlistarmenntun sína þegar hún var 13 ára þegar sótti tónlistarskóla í Kyiv. Síðan þá hefur hún menntað sig sem atvinnuóperusöngkona. Árin 2016 -2017 vann hún í tónlistarskólanum í Kiev sem tónlistarkennari og sérkennari í óperusöng. Ásamt því hefur hún meistaragráðu frá Úkraínu og er núna að klára meistaragráðu númer tvö í tónlistar akademíu Anton Rubinstein í Düsseldorf. síðan 2017 hefur hún verið starfandi hjá Taras Shevchenko National Theatre of Opera and Ballet eða alveg þangað til að stríðið braust út. Síðustu 2 ár eftir að Anastasiia flúði stríðið, hefur hún átt Íslenskan vin sem kynntist henni í Danmörku.

Á meðan dvöl hennar í Danmörku stóð, söng Anastasia m.a. á sóló tónleikum í Bistrup Kirke, Herning Kirke, Hune Kirke og í Musikhuset í Álaborg. Eins var henni boðið að syngja á mörgum tónlistarhátíðum þar í landi, m.a. í Árósum. 

Anastasiia er nú á búsett á Íslandi ásamt vini sínum en saman reyna þau nú að finna vettvang fyrir Anastasiu til að blómstra á hérlendis og hefur hún hug á að setjast hér að ef hún finnur möguleika til að koma list sinni á framfæri. 

Miðasala er í hofi eða á tix.is Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI