Gæludýr.is

Friðrik Dór sló í gegn á Dalvík – Svakalegt myndband

Fiskidagurinn mikli var haldinn með pompi og prakt á Dalvík þar síðustu helgi þar sem mörg þúsund manns komu saman og skemmtu sér frá morgni til kvölds. Friðrik Dór var einn þeirra fjölmörgu listamanna sem steig á svið á stórtónleikum og kvöldsins þar sem hann tók m.a. lagið Í síðasta skipti, sem hann keppti með í undankeppni Eurovision fyrir tveimur árum. Lagið varð jafnframt eitt vinsælasta lag á Íslandi í kjölfarið og eflaust flestir landsmenn sem kunna orðið textann í þessu vinsæla lagi.

N4 sjónvarpsstöðin tók upp tónleikana í heild sinni og koma til með að sýna þá í sjónvarpinu í vetur, eins og hún hefur gert undanfarin ár. Í dag gáfu þau hins vegar út smá teaser af því sem koma skal og birtu upptökuna af Frikka Dór á tónleikunum. Á myndbandinu sjást landsmenn syngja með laginu hástöfum og stemmningin leynir sér ekki í þessu flotta lagi.
Myndbandið má sjá hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó