NTC

Friðrik Dór í Íþróttahöllinni


Friðrik Dór er einn vinsælasti tónlistarmaður á Íslandi í dag og er að halda stórtónleika í Hörpu í Reykjavík núna í september. Aðdáendum hans til eflaust mikillar gleði ætlar kappinn einnig að koma fram á Akureyri þann 30. september í Íþróttahöllinni ásamt 12 manna hljómsveit og dönsurum. Viðburðurinn er haldinn af Rigg viðburðum í samstarfi við Exton, Samskip og Egils Gull.

Í höllinni fá aðdáendur Friðriks að heyra stórsmellina „Fröken Reykjavík”, „Skál fyrir þér”, „Í síðasta skipti”, „Hlið við hlið”, „Keyrum ett’ í gang”, „Til í allt”, „Dönsum eins og hálfvitar”, „Hringdu í mig“ og fleiri lög í frábærum útsetningum Ara Braga Kárasonar og í glæsilegri umgjörð.

Miðasala hófst 17. ágúst kl. 10.00 inn á tix.is en nú þegar hafa 50 skráð sig á facebook viðburðinn og 160 manns sagt sig hafa áhuga á viðburðinum.

Sambíó

UMMÆLI