Friðarstund í Hrísey

Friðarstund í Hrísey

Á morgun, sunnudaginn 6. október, verður haldin friðarstund í Hrísey. Farið verður með ferjunni frá Árskógsströnd klukkan 13:30 og svo verður gengið saman frá ferjunni að áfangastað.

„Samveran á sér stað utandyra og því hvetjum við öll til að klæðast eftir veðri og jafnvel að taka með nesti. Eigum saman notalega stund og sendum hlýjar kveðjur og kærleiksstrauma út í kosmósið. Eins og flest vita þá er Hrísey sannkölluð orkuperla. Við munum hlýða á bæði hugvekju og söng. Hvetjum öll til að koma og vera með okkur. Kærleikskveðjur,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
.
Ferjan fer á tveggja tíma fresti og heimferð því á valdi hvers og eins. Sundlaugin er opin þar sem hægt er að láta líða úr sér og njóta.

Sambíó

UMMÆLI