Friðarframtak Akureyri stendur að árlegri friðargöngu á Þorláksmessu. Viðburðurinn hefur verið auglýstur á Facebook en þar segir meðal annars:
Vopnaskakið verður háværara ár frá ári. Undanfarið hafa hörmungar Aleppo bulið á okkur, mengaðar miklum áróðri. Í Miðausturlöndum tekur ein styrjöldin við af annarri alla þessa öld: Afganistan, Írak, Palestína, Líbía, Sýrland og fjöldi flóttamanna vex samkvæmt því. Fjölmiðlar kalla þetta trúarátök eða “stríð gegn hryðjuverkum” en í reynd eru þetta átök stórvelda um yfirráðin í þessum heimshluta. Bandaríkin hafa eytt nálægt 6000 milljörðum dollara í þessi stríð undanfarna tvo áratugi og gömlu nýlenduveldi Evrópu standa þeim þétt að baki. Ísland styður.
Þeir sem hafa fengið nóg af þessari stríðsgöngu ættu að mæta í friðargöngu á Þorláksmessukvöld.
Gengið er frá Samkomuhúsinu kl. 20 út á Ráðhústorg. Ávarp flytur Pétur Pétursson læknir. Sigríður Íva Þórarinsdóttir syngur.
UMMÆLI