Freyvangsleikhúsið frumsýnir nýtt gamanleikrit á föstudaginn

Freyvangsleikhúsið frumsýnir nýtt gamanleikrit á föstudaginn

Freyvangsleikhúsið setur á svið gamanleikritið Góðverkin kalla eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason úr Ljótu hálfvitunum. Leikstjórar eru Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson, sem sjálfur er Ljótur hálfviti í hjáverkum.

Í smábænum Gjaldeyri á Ystunöf starfa ofvirk góðgerðarfélög, Dívansklúbburinn, Lóðarís og Kvenfélagið Sverðliljurnar, sem fyllt hafa sjúkrahús bæjarins með stanslausum tækjagjöfum, lækninum til mikillar armæðu. Góðgerðarkapphlaupið stigmagnast og nær hámarki á 100 ára afmæli sjúkrahússins.
Rómantísk, stórundarleg, en umfram allt bráðfyndin atburðarrás með söngvum sem eru mátulega vel frambornir af góðgerðarfélögunum þremur.

Sýningar  öll föstudags- og laugardagskvöld í mars og apríl. Miðasala fer fram á á freyvangur@gmail.com og  tix.is – sími: 857 5598

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó