NTC

Fresta opnun hótels á Sjallareitnum vegna styrkingar krónunnar

Teikning Kollgátu – Mynd: N4.is

Stjórnendur Íslandshótela hafa ákveðið að seinka opnun nýs hótels sem tísa átti á hinum svokallaða Sjallareit á Akureyri á næsta ári.  Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir í samtali við Vísi.is sem greinir frá málinu í morgun að  forsendur hafi breyst með styrkingu krónunnar og að útlit sé fyrir að bókanir verði færri  áætlanir gerðu ráð fyrir.

Til stendur að rífa Sjallann og byggja 113 herbergja hótel undir nafni Fosshótela en upphafleg áform gerðu ráð fyrir opnun á næsta ári. Því hefur nú verið slegið á frest en reiknað er með að opna  2020 eða 2021 og þá myndu framkvæmdir hefjast á næsta ári.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó