Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst miðvikudaginn 8. febrúar í Sambíóunum. Sýnd verður fransk-íslenska kvikmyndin Grand Marin/Sjókonan eftir Dinara Drukarova. Með aðalhlutverk fara Dinara Drukarova, Sam Louwyck, Björn Hlynur Haraldsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.
Sýningin hefst klukkan 17.00 og léttar veitingar verða í boði frá klukkan 16.20. Sendiherra Frakklands á Íslandi Guillaume Bazard og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segja nokkur orð. Myndin er sýnd með frönsku tali og íslenskum texta.
Engin aðgangseyrir er á myndir hátíðarinnar en nauðsynlegt er að skrá sig á sýningar og það má gera hér. Aðrar myndir á vegum hátíðarinnar á Akureyri eru meðal annars grínhrollvekjan Coupez/Final Cut ! og heimildamyndin Les Invisibles/Invisibles.
Fleiri myndir og nánari upplýsingar má finna á halloakureyri.is.
Myndin Grand Marin/Sjókonan gerist við Íslandsstrendur og er framleidd af Benedikt Erlingssyni og í aukahlutverkum eru meðal annars Björn Hlynur Haraldsson og Hjörtur Jóhann Jóhannsson. Hún fjallar um Lili sem hefur yfirgefið allt sem hún þekkir til að elta draum sinn um að ferðast um heiminn og veiða í Norðursjónum. Myndin var að miklu leyti tekin upp á Íslandi.
Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri og Akureyrarbæ.
UMMÆLI