Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst á morgun

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst á morgun

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst á morgun miðvikudaginn 21. febrúar og stendur til 3. mars.

Hátíðin á Akureyri hefur verið haldin með nokkrum hléum frá árinu 2010 og í ár verða sýndar sex kvikmyndir á vel völdum stöðum í bænum: Þrjár í Sambíóunum Akureyri, ein í Amtsbókasafninu og tvær í Listasafninu. Frítt er inn á allar myndir hátíðarinnar en skráning er nauðsynleg á myndirnar sem sýndar eru í Sambíóunum.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og Sambíóin en skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, True North og Akureyrarbæ.

Dagskrá Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri 2024

*Birt með fyrirvara um breytingar.

21. febrúar kl. 17.00 – Sambíóin Akureyri
L’Innocent / Hinn saklausi
Skráning HÉR
Aðalhlutverk: Louis Garrel, Roschdy Zem, Noémie Merlant
Leikstjóri: Louis Garrel
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 99 mín
Tungumál: Franska með íslenskum texta
Ekki við hæfi yngri en 12 ára

Við fylgjumst með Abel sem kemst að því að móðir hans er í þann mund að giftast fanga sem er að losna úr fangelsi. Hann tekur því vægast sagt illa og reynir allt til þess að spilla fyrir sambandinu. Þangað til að hann hittir nýja stjúpföður sinn, þá breytist allt…

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2022, hlaut 11 tilnefningar til Cesar-verðlaunanna í Frakklandi þar sem hún var verðlaunuð fyrir besta frumsamda handritið og bestu leikkonu í aukahlutverki (Noémie Merlant).

22. febrúar kl. 17.00 – Sambíóin Akureyri
Soudain Seuls / Ein á báti
Skráning HÉR
Aðalhlutverk: Mélanie Thierry, Gilles Lellouche
Leikstjóri: Thomas Bidegain
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 113 mín
Tungumál: Franska með enskum texta
Ekki við hæfi yngri en 12 ára

Myndin er byggð á frönsku skáldsögunni ‘Soudain Seuls’ sem fjallar um par sem ætlaði í draumaferðina til afskekktrar eyju en verður strandaglópur þar og þarf að berjast fyrir lífi sínu.

Íslenska framleiðslufyrirtækið True North er meðframleiðandi myndarinnar.

25. febrúar kl. 17.00 – Sambíóin Akureyri
Anatomie d’une chute / Fallið er hátt
Skráning HÉR
Aðalhlutverk: Sandra Hüller, Milo Machado-Graner, Swann Arlaud
Leikstjórn: Justine Triet
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 151 mín
Tungumál: Franska með íslenskum texta
Ekki við hæfi yngri en 12 ára

Dularfull spennumynd sem skartar stórleikkonunni Söndru Hüller (Toni Erdmann) sem leikur þýskan rithöfund sem er ákærð fyrir morð á eiginmanni sínum. En ekki er allt sem sýnist…

Myndin hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes 2023, var valin besta myndin á Golden Globe hátíðinni og fékk einnig verðlaun fyrir besta handritið! Myndin var valin sú besta á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Anatomie d´une chute er tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna 2024, m.a. sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn.

28. febrúar kl. 17.00 – Amtsbókasafnið á Akureyri
Le Pharaon, le Sauvage et la Princesse / Faraóinn, villimaðurinn og prinsessan
Engin skráning
Aðalhlutverk: Serge Bagdassarian, Thissa d’Avila Bensalah, Olivier Claverie
Leikstjórn: Michel Ocelot
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 83 mín
Tungumál: Franska með íslenskum texta
Ekki við hæfi yngri en 6 ára

Franski verðlauna leikstjórinn Michel Ocelot (sem gerði Kirikou myndirnar) teflir hér fram stórbrotinni teiknimynd fyrir börn þar sem þrjár sögur á þremum mismunandi tímum í heimssögunni eru sagðar á áhrifamikinn máta. Á tímum Forn Egyptalands verður ungur konungur fyrsti svarti faraóinn sem verðskuldar hönd ástvinar síns. Á frönskum miðöldum stelur dularfullur villtur drengur frá hinum ríku til að gefa fátækum. Sætabrauðsprins og rósaprinsessa flýja höllina á 18. öld í Tyrklandi til þess að geta lifað í ást.
Í þýðingu nemanda í frönsku við Háskóla Íslands.

29. febrúar kl. 17.00 – Listasafnið á Akureyri
Interdit aux chiens et aux Italiens / Bönnuð hundum og ítölum
Engin skráning
Aðalhlutverk: Ariane Ascaride, Alain Ughetto, Stefano Paganini
Leikstjóri: Alain Ughetto
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 60 mín
Tungumál: Franska með enskum texta
Ekki við hæfi yngri en 6 ára

Öldruð kona ræðir við barnabörn sín og segir þeim sögu fjölskyldu sinnar sem bjó við þröngan kost í ítölsku fjallaþorpi snemma á 20. öldinni og dreymir um betra líf á öðrum stað. Þegar fasistar komast til valda á Ítalíu ákveður fjölskyldan að flýja yfir Alpana og hefja nýtt líf í Frakklandi.

Falleg og hjartnæm stop-motion mynd sem unnið hefur til fjölda alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna og þar á meðal European Film Award fyrir bestu teiknimyndina og dómnefndarverðlaun á Annecy Film Festival.

3. mars kl. 15.00 – Listasafnið á Akureyri
La Panthère des neiges / snjóhlébarðinn
Engin skráning
Aðalhlutverk: Vincent Munier, Sylvain Tesson
Leikstjórar: Vincent Munier, Marie Amiguet
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 92 mín
Tungumál: Franska með enskum texta
Ekki við hæfi yngri en 6 ára

Í hjarta tíbetska hálendisins fer ljósmyndarinn Vincent Munier með rithöfundinn Sylvain Tesson í leit að snjóhlébarðann. Hann kynnir hina fíngerðu list að bíða fyrir Sylvain. Þeir fylgjast með dýrunum og öðlast þolinmæði til að koma auga á þau. Í ferðalagi sínu um tíbetsku tindana þar sem margt er á sveimi skapast skemmtilegar umæður um stöðu okkar í lífríkinu og fegurð veraldar.
Vínglas í boði fyrir gesti í boði sendiráði Frakklands á Íslandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó