Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri

Í tilefni tuttugu ára afmælis Frönsku kvikmyndahátíðarinnar verða sýndar fimm bíómyndir á jafnmörgum stöðum víðsvegar um Akureyri frá 6. febrúar til 13. febrúar 2020. Enginn aðgangseyrir er á sýningar hátíðarinnar.

Dagskráin er þessi:

6. febrúar kl. 18.00 – Borgarbíó:
Fagra veröld / La belle époque
Fagra veröld er stórkostleg rómantísk gamanmynd sem fjallar um Daníel. Honum gefst kostur á því að endurlifa fortíð sína í þeim tilgangi að bjarga hjónabandinu. Seiðmögnuð kvikmynd sem endurspeglar ástina, minningarnar og fortíðarþrána.
Myndin verður sýnd á frönsku með íslenskum texta.
Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í bíóið og skráning nauðsynleg.

7. febrúar kl. 16.30 – Amtsbókasafnið á Akureyri:
Fornynjurnar / Les Diaboliques
Þær Christine og Nicole kenna við drengjaskóla. Önnur er eiginkona skólameistarans, hin er ástkona hans. Þær sammælast um að myrða skólameistarann, Michel, því þær eru komnar með sterka óbeit á honum. Nokkrum dögum eftir ódæðið hverfur líkið af Michel…
Myndin verður sýnd á frönsku með enskum texta.

10. febrúar kl. 19.30 – Menntaskólinn á Akureyri:
Sjúklingar / Patients
Myndin fjallar um Ben sem getur hvorki baðað sig, klætt né gengið þegar hann kemur á endurhæfingarstöð eftir alvarlegt bílslys. Sjúklingar er saga af endurfæðingu, skrykkjóttri ferð þar sem skiptast á sigrar og ósigrar, tár og skellihlátrar en þó fyrst og fremst samfundir við annað fólk því enginn læknast á eigin spýtur. Franski slammarinn Grand Corps Malade sótti innblástur í eigin reynslu þegar hann gerði „grípandi og sanna mynd sem menn hlæja og gráta yfir.“ (Rolling Stone)
Myndin verður sýnd á frönsku með enskum texta.

12. febrúar kl. 16.00 – Háskólinn á Akureyri:
Litli bóndinn / Petit paysan
Myndin fjallar um Pierre, þrítugan kúabónda. Upp gýs sjúkdómur í kúm í Frakklandi og Pierre áttar sig á því að ein af kúnum hans er smituð. Hann fær ekki af sér að farga þeim. Þær eru allt sem hann á og hann fer út á ystu nöf til að bjarga þeim. „Mynd sem hvergi fatast flugið, næm og næstum eins og heimildamynd en breytist svo í spennumynd á sveitaslóðum.“ (Le Dauphiné libéré). „Litli bóndinn“ hlaut frönsku Césarverðlaunin fyrir frumraun leikstjóra. Aðalleikararnir tveir hlutu líka Césarverðlaunin fyrir besta leik í karlhlutverki og besta leik konu í aukahlutverki.
Myndin verður sýnd á frönsku með enskum texta.

13. febrúar kl. 17.00 – Listasafnið á Akureyri:
Picassoráðgátan / Le mystere Picasso
Clouzot festi Picasso á filmu þar sem hann málaði á sérvalinn pappír fyrir myndatökurnar. Þannig nær myndavélin að sjá teikningarnar verða til án þess að Picasso sjáist að störfum fyrir aftan. Picassoráðgátan gaf Clouzot tækifæri til að skyggnast inn í dularheim málarans, inn í dularheim sköpunarinnar. Þetta er einstakt verk, tilraunakennt og enn þann dag í dag er það einhver markverðasta lýsing á því hvernig sköpun á sér stað.
Myndin verður sýnd á frönsku með enskum texta.

Nánari upplýsingar á Visitakureyri.is.

Samstarfsaðilar Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri eru:
Franska sendiráðið, Akureyrarstofa, Borgarbíó, Amtsbókasafnið á Akureyri, Institut Français, Menntaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri og Listasafnið á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó