Framúrskarandi nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla Akureyrar verðlaunaðirVerðlaunahafarnir frá því í gær. Mynd: Akureyrarbær/akureyri.is

Framúrskarandi nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla Akureyrar verðlaunaðir

Í gær, mánudaginn 27. maí, var boðað til samverustundar í Hofi á vegum Fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Það komu saman nemendur og starfsfólk í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar sem fengu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í bæði námi og starfi á skólaárinu 2018-2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Óskað var eftir tilnefningum frá skólasamfélaginu um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðsluráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA, fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðsluráðs til samþykktar.

Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs, bauð gesti velkomna og kynnti atriði frá Tónlistarskólanum en það var Árni Dagur Scheving, nemandi í Tónlistarskólanum á Akureyri, sem lék á flygil Bohemian Rhapsody eftir Freddy Mercury. Að því loknu afhenti Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, viðurkenningar. Að dagskrá lokinni var gestum boðið að þiggja veitingar.

Viðurkenningar hlutu:

  • Alma Sól Valdimarsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir þátttöku í félagsstörfum og að leggja sig alla fram í námi og leik.
  • Nour Mohamad Naser, nemandi í Brekkuskóla, fyrir dugnað og metnað í námi, jákvæðni og hlýju.
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir, nemandi í Naustaskóla, fyrir áhuga á félagsmálum og hagsmunum nemenda.
  • Helga Viðarsdóttir, nemandi Giljaskóla fyrir námsárangur, framkomu og fjölhæfni.
  • Oliwia Moranska, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir metnað, vinnusemi, jákvæðni, sköpun og gagnrýna hugsun.
  • Hildur Arnarsdóttir, nemandi í Síðuskóla, fyrir dugnað í námi og háttprýði í framkomu.
  • Elís Þór Sigurðsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir jákvæðni, dugnað, eljusemi og framfarir í námi og leik.
  • Birta Ósk Þórólfsdóttir, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir vinnu við árshátíðir Oddeyrarskóla.
  • Sunna Svansdóttir, kennari í Síðuskóla, fyrir framúrskarandi starf með nemendum sem eru með greiningar eða fötlun.
  • Sigurlaug Ásta Grétarsdóttir, fagstjóri í sérdeild Síðuskóla, fyrir fagmennsku, framsækni og lausnaleit í krefjandi starfi.
  • Heiðar Ríkharðsson, kennari í Giljaskóla, fyrir fjölbreytta kennsluhætti og að vera góð fyrirmynd nemenda.
  • Dragana Kovacevic, starfsmaður í Kiðagili, fyrir framúrskarandi starfshætti, jákvæðni, þolinmæði og hlýju.
  • Ágústa Kristjánsdóttir, sérkennari í Lundarskóla, fyrir að vera fyrirmynd og að sýna fagmennsku og alúð í starfi.
  • Alda Bjarnadóttir, kennari í Lundarskóla, fyrir að mæta ólíkum þörfum nemenda og vera jákvæð og lausnamiðuð.
  • María Aldís Sverrisdóttir, Ólöf Huld Ómarsdóttir, Vala Magnúsdóttir og Valbjörg Rós Ólafsdóttir, kennarar í Hulduheimum, Seli, fyrir að fylgja áherslum í skólastarfi á jákvæðan, uppbyggilegan og faglegan hátt.
  • Hafey Lúðvíksdóttir, starfsmaður í Giljaskóla, fyrir hugulsemi og hlýju við nemendur, glaðværð og frumkvæði í starfi.
  • Halla Kristín Tulinius og Rósa Mjöll Heimisdóttir, sérkennarar í Brekkuskóla, fyrir að þróa starfshætti í sérkennslu til hagsbóta fyrir nemendur.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó