NTC

Framtíð ferðaþjónustu rædd í Hofi í kvöld

 

Fundurinn verður kl.20:00 í Hofi - Mynd: mak.is

Fundurinn verður kl.20:00 í Hofi – Mynd: mak.is

Í kvöld, þann 18. október kl.20.00 verður haldinn opinn fundur í Hofi um framtíð ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi. Á fundinum munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna sitja fyrir svörum um áform sín þegar kemur að ferðaþjónustu í kjördæminu og hvort eða hvernig, þau sjái fyrir sér að nýta þau tækifæri sem ferðaþjónustan muni bjóða upp á, á næsta kjörtímabili.

Samtök ferðaþjónustunnar hvetja alla þá sem koma að ferðaþjónustu á einhvern hátt til þess að mæta á fundinn. Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta verður fundurinn sýndur í beinni útsendingu á vef Samtaka Ferðaþjónustunnar.

Fulltrúarnir sem mæta á fundinn eru eftirfarandi:

Arngrímur Viðar Ásgrímsson – Björt framtíð
Benedikt Jóhannesson – Viðreisn
Björn Valur Gíslason – Vinstri græn
Einar Brynjólfsson – Píratar
Logi Már Einarsson – Samfylkingin
Njáll Trausti Friðbertsson- Sjálfstæðisflokkur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – Framsókn

 

 

Sambíó

UMMÆLI