NTC

Framlög til MAk hækka


Framlög til Menningarfélags Akureyrar hækka umtalsvert milli ára í nýjum samningi milli félagsins og Akureyrarbæjar. Framkvæmdastjóri MAk, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, fagnar hækkuninni:

„Þessi hækkun mun sérstaklega efla starf Leikfélags Akureyrar og auðvelda því að ná markmiðum sínum, en auk þess auðvitað styrkja starfsgrundvöll allra sviða MAk.“

MAk var stofnað til að efla enn frekar menningarstarfsemi á Norðurlandi og nú þegar þriggja ára tilraunatímabili sameiningar Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er lokið hefur það sannast að sú ákvörðun var hárrétt. Starfsemin hefur blómstrað og hver sigurinn á fætur öðrum verið unninn.

Hækkun framlaga til Menningarfélags Akureyrar endurspeglar þann uppgang sem hefur orðið í menningarlífi á Akureyri undir forystu félagsins og tryggir áframhaldandi blómlegt menningarlíf norðan heiða.

Sambíó

UMMÆLI