Framleiða sjávarsnakk með bjórbragði

Fyrirtækið Hjalteyri Seasnack á Hjalteyri og bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi lögðu saman krafta sína við gerð á nýju íslensku sjávarsnakki með bjórbragði sem er væntanlegt á markað. Kaldi Beersnack mun fara í sölu á næstu dögum.

Rún­ar Friðriks­son verk­smiðju­stjóri hjá Hjalteyri Seasnack, seg­ist hafa gengið lengi með hug­mynd­ina í mag­an­um en honum hefur fundist vanta vöru sem passar vel með bjórsötri á markaðinn.

Rúnar prófaði sig áfram með bjór frá Kalda en hann segist fyrir nokkru hafa gengið á fund með eigendum bruggsmiðjunnar og fengið hjá þeim flestallar tegundir bjórs sem þar eru framleiddar til að prófa.

„Ég mar­in­eraði með bjórn­um, kryddaði síðan fisk­inn og þurrkaði. Til að gera langa sögu stutta þá stein­lá þetta. Ég hef gert ótal til­raun­ir í þess­um efn­um síðustu fimm árin, en aldrei fengið jafn sterk og já­kvæð viðbrögð við nokk­urri vöru,“ segir Rúnar en umfjöllun um þessa nýju vöru má finna í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó