Gæludýr.is

Framkvæmdum við Sundlaug Akureyrar lýkur í mars

Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug eru þeir staðir sem koma helst til greina.

Áætlað er að framkvæmdum við Sundlaug Akureyrar sem hófust í október árið 2016 ljúki endanlega í næsta mánuði. Í augnablikinu er verið að klára vinnu við heita potta og fosslaug sem áætlað er að klárist í mars.

Áður hafa verið reistar þrjár rennibrautr, stigahús, lendingarlaug verið stækkuð, fjölnotaklefi tekinn í notkun, kaldur pottur settur upp og tæknirými endurbætt auk ýmissa viðhaldsverkefna sem kominn var tími á.

Reiknað er með að endanlegur kostnaður verði tæpar 400 milljónir sem er tvöfalt hærri upphæð en áætlað var upphaflega. Ekkert hefur bæst við kostnaðinn undanfarið en viðbótarframkvæmdir við sundlaugina útskýra kostnaðinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó