NTC

Framkvæmdum við Klappir að ljúka – MyndirMynd: Garðyrkja ehf

Framkvæmdum við Klappir að ljúka – Myndir

Áætlað er að framkvæmdum við leikskólann Klappir við Glerárskóla ljúki í lok ágúst næstkomandi og stefnt er að því að taka börn inn í leikskólann í byrjun september. Þessa dagana er unnið að frágangi innan í húsinu og á lóðinni í kring.

Í vikunni birtust myndir af framkvæmdunum á Facebook-síðu Garðyrkju ehf. og eins og má sjá á myndunum verður skólinn hinn glæsilegasti.

„Í desember 2018 var tekin ákvörðun um að fara í byggingu á leikskóla (Klappir) við Glerárskóla. Miðað var við 145 barna leikskóla og að tekin yrðu inn börn frá eins árs aldri. Heildarstærð skólans er um 1450m² og skiptist húsið í tvær hæðir og eru þar 7 eins deildir með sameiginlegu miðjurými í gegnum allan skólann. Húsið er steinsteypt með múrklæðningu að utan og allir innveggir eru steyptir, sandsparslaðir og málaðir. Á efri hæð hússins eru yngri deildirnar ásamt ungbarnadeild, stjórnunarálmu og kaffiaðstöðu. Á neðri hæð hússins eru elstu tvær deildirnar ásamt eldhúsi og tengigangi inn í Glerárskóla og íþróttahús,“ segir á vef Akureyrarbæjar um nýja leikskólann.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó