Neðri hluti kirkjutrappanna verður lokaður frá 3. mars vegna lokaáfanga framkvæmda. Snjóbræðsla verður sett í neðsta pallinn sem var ekki hægt að klára við fyrri endurbætur. Efri hluti trappanna verður áfram opinn og hjáleið um nýjan stíg við Sigurhæðir verður aðgengileg. Framkvæmdir hefjast kl. 10 að morgni 3. mars og stefnt er að því að ljúka þeim eins fljótt og auðið er. Sjá nánar á vef Akureyrarbæjar.