Á þessu ári hefjast framkvæmdir á nýju bátaskýli við félagssvæði Siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri. Áætlað er að veita 90 milljónir í verkefnið næstu tvö árin.
Áætlað er hluti skýlisins verði tekinn í notkun vorið 2018. Hönnuðir að skýlinu eru verkfræðistofan AVH og Fanney Hauksdóttir arkitekt.
Rúnar Þór Björnsson, formaður Nökkva, segir þetta vera ánægjuleg tíðindi í viðtali í nýjasta tölublaði Vikudags en lengi hafi staðið til að fara í uppbyggingu á svæðinu.